



Grímsey Buxur - (GORE-TEX® Professional)
Fullkomnar fyrir þá sem vinna úti, hvort sem það er björgun, leit eða langar aðgerðir við erfiðar veðuraðstæður.
Grímsey buxurnar eru hannaðar fyrir viðbragðsaðila sem vinna í krefjandi aðstæðum þar sem vatnsheldni, öndun og slitstyrkur skipta öllu máli. Lítil þyngd og rúmmál þýðir að buxurnar eru auðveldar í notkun og pakkast vel.
Þær eru gerðar úr 3-laga GORE-TEX® Professional efni sem er þróað sérstaklega fyrir björgunarfólk – efni sem heldur eiginleikum sínum jafnvel eftir snertingu við líkamsvessa og olíur. Með réttri meðhöndlun má endurheimta eiginleika efnisins eftir mikla notkun.
Þetta eru léttar, endingargóðar og vel hugsaðar buxur sem henta bæði í skyndileg útköll og langvarandi aðgerðir í snjó, slyddu og stormi.
Helstu eiginleikar:
- 3-laga GORE-TEX® Professional skel – hámarks öndun, vatnsheldni og slitstyrkur
- Teygjanlegt mittisband með frönskum rennilás og lykkjum fyrir belti
- Afhenganleg axlabönd og hækkað bak – heldur snjó og kulda úti
- Styrking á hnjám, rassi og skálmum – hannað fyrir erfiðar aðstæður
- 2-átta rennilás meðfram skálmum – auðvelt að fara í og úr og gefur kost á aukinni öndun
- Límdir innri saumar fyrir fullkomna vörn gegn vatni og vindi
- Innri legghlífar með frönskum rennilás sem halda snjó og sandi frá
Efni:
Þyngd size L: 540 g
Þriggja laga GORE-TEX 100% Polyamide