




Grímsey Jakki (GORE-TEX® Professional) - Aðsniðið
Grímsey Jakkinn er fyrir þá sem fara út þegar aðrir halda sig inni.
Jakkinn er vatnsheldur, með góða öndun og ótrúlega slitsterkur en á sama tíma léttur og auðveldur í notkun. Hann hentar jafnt í skyndileg útköll og langar aðgerðir þar sem veður, hreyfanleiki og þol skipta öllu máli.
Flíkin samanstendur af 3ja laga GORE-TEX® Professional skel sem er sérstaklega þróað efni fyrir viðbragðsaðila sem þurfa 100% að treysta á búnaðinn sinn í rigningu, stormi, snjó og slyddu. Professional efnið er hannað til að þola að fá á sig líkamsvessa og olíur og heldur eiginleikum sína þrátt fyrir marga þvotta.
Grímsey jakkinn pakkast vel, stendur af sér storminn og svíkur þig aldrei hvort sem þú ert í miðri aðgerð, á æfingu eða úti við í óútreiknanlegu íslensku veðri.
Helstu eiginleikar:
- 3-laga GORE-TEX® Professional – hámarks vörn gegn vatni og vindi
- Stillanleg hetta með deri – veitir betri vörn fyrir andlit í krefjandi veðri
- Sýnileika gulur efri hluti og endurskins rendur fyrir aukið öryggi þegar skyggni er slæmt
- Styrking á álagsflötum – slitsterk svæði á framhandleggjum, olnboga og mjóbaki
- Auka innra límband á ermum og faldi – lágmarkar rakaupptöku og heldur þér lengur þurrum
- Endingagóðir og sér límdir innri saumar – auka styrk og endingu jakkans
- Stórir rúmgóðir vasar – þægilegt aðgengi ef verið er með bakpoka og innangengt op fyrir talstöðva snúru. Vatnsop á vösum leiða bleytu og raka úr vösum.
- Stillanlegar ermar með frönskum rennilás gefur kost á að þrengja að mismunandi hönskum
- Tvöföld efnisvörn yfir aðalrennilás – heldur vatni og vindi úti í erfiðum aðstæðum
- Forsniðnir og sér styrktir olnbogar fyrir aukin þægindi og hreyfanleika
- Loftræsting undir ermum – rennilás opnar loftop til að stýra hitastigi við mikla áreynslu
- Stillanlegur faldur – tryggir þægilega og örugga aðlögun
Þyngd (stærð DC40): 700g
Efni: 3-laga GORE-TEX®, 100% polyamide