


66°Norður Landsbjargarhúfan
Húfan er úr merino ullarblöndu og því sérstaklega hlý og mjúk. Endurskinsþræðir eru á bláu húfunni sem hjálpar björgunarsveitarfólki og almenningi að sjást í skammdeginu.
Innblástur fyrir mynstur Landsbjargarhúfunnar er hálendi Íslands og fjallagarðar landsins. Mynstrið er unnið út frá loftmynd af fjallaskaga á norðanverðu Íslandi. Loftmyndin var tekin árið 1999, sama ár og Slysavarnarfélag Íslands og Landsbjörg sameinuðust og til varð Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Húfan er samstarfsverkefni Landsbjargar og 66°Norður er markmiðið að hanna sterka, hlýja og endingargóða húfu með þarfir björgunarsveitarfólks í huga en ekki síður hentar vel í allskonar útivist.
Húfan kemur í takmörkuðu upplagi. Allur ágóði af sölu húfunnar rennur til styrktar Landsbjargar.